March goals

(Please scroll down for English)

 

Jæja, fyrstu dagarnir í mars fóru í það að plana og halda uppá fjögura ára afmæli sonar míns. Þannig að ég er núna fyrst að setjast niður og setja mér markmið fyrir mánuðinn og ég ákvað bara að gera það hér, með ykkur!

Í desember síðastliðnum kláruðum við maðurinn minn Spartan Trifecta sem var markmið okkar 2017. Það fór langur tími í að æfa alveg sérstaklega þolið og styrkinn sem þurfti í þessi hlaup og það var ótrúlega skemmtilegt, en síðan í desember er ég búin að vera með frekar frjálst æfingaprógram, og það er búið að vera mjög þægilegt. Núna er mér hinsvegar farið að langa að setja mér aðeins skírari markmið til þess að halda metnaðinum í gangi og svona.

Mín Mars Markmið:

 • Æfa 4-6 sinnum í viku og taka sérstaklega vel á rassinum og öxlunum.
 • Borða næringarríkan morgunmat og passa að borða 5 sinnum á dag (3 máltíðir, 2 millimál). Borða næga fitu (avokadó, hnetur, hnetursmjör, olíur ofl). Það er svo mikilvægt að gefa líkamanum næga orku til þess að byggja upp þreytta vöðva.
 • Sofa amk 7 tíma á dag. Ég er alltaf að reyna að fara að sofa á sama tíma á kvöldin og vakna á sama tíma á morgnanna. Það er hægara sagt en gert, en ef til vill verður Mars mánuðurinn sem mér tekst þetta.
 • Drekka nóg vatn! Ég týndi uppáhalds vatnsbrúsanum mínum og hef ekki drukkið jafn mikið vatn síðan. Ætla að taka á því núna.
 • Prufa nýjar æfingar (mig hefur langað til að prufa fleiri ólympískar liftingar) og halda prógraminu fjölbreyttu og skemmtilegu.
 • Góð húðumhirða. Ég hef verið að pæla meira í húðumhirðu uppá síðkastið og fékk nokkur góð ráð frá vinkonu minni sem er snyrtifræðingur nýlega. Ég ætla að láta verða af því að hugsa vel um húðina í mars.
 • Mömmumarkmið: láta Kristján Tony gera allt sjálfur sem hann getur. Það er svo auðvelt að festast í því að gera hlutina fyrir hann.
 • Taka reglulega hugleiðslu og slökun. Þetta hefur oft hjálpað mér þegar að mér finnst álagið yfirþyrmandi eða þegar ég ofhugsa lífið.
 • Taka lífinu ekki of alvarlega!

 

Hver eru þín mars markmið?

 


English

 

Well the first few days of March were full of birthday celebrations for my son’s 4th birthday so I am just now taking the time to set my goals and intentions for March and I decided to just do it here with you all!

Last December, my husband and I finished our Spartan Trifecta which was our goal for 2017. A lot of my training was centered around building the stamina and strength required for the races and I had a lot of fun training for it. Since December though, I’ve had a pretty relaxed approach to my fitness routine, giving myself the freedom to do whatever felt right each day. Now, I’m feeling ready to set more clear goals for myself to keep my motivation going.

My March goals:

 • Train 4-6 times a week and focus more on glutes and shoulders.
 • Eat a nutritious breakfast and focus on eating 5 meals a day (3 meals, two snacks). Make sure to get plenty of healthy fats (avocados, nuts, nut butters, oils etc.) It’s important to fuel those workouts and feed growing muscles.
 • Get at least 7 hours of sleep. I’ve been trying to keep a consistent sleep schedule for a while but its definitely easier said than done. Maybe this month will be the month I get a handle on it.
 • Drink plenty of water! I lost my favorite water bottle and haven’t been drinking as much water since then. So I’d like to get my water intake up again.
 • Try new exercises (been wanting to practice more olympic lifting moves) and have more variety in my training to keep it fun.
 • Establish a good skincare routine. I’ve been getting into my skincare a little more lately, and got some advice from a good friend of mine who is knowledgable on the subject, so I am ready to take great care of my skin this month.
 • Mom goal: make Kristjan do everything he can on his own. It’s easy to automatically do things for him and I forget that he is a capable little guy.
 • Stay mindful and meditate regularly. This tends to help me stay calm and present when I get overwhelmed or when I overthink life.
 • Don’t take yourself too seriously!

 

What are your March goals?

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s